Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Fulham en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool.
Liverpool er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 43 stig og hefur aðeins unnið einn af síðustu 7 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Roy Keane, sérfræðingur hjá Sky Sports hefur segir að stærsta vandamálið hjá Liverpool sé það að þeir spili ekki saman sem eitt lið.
„Stærsta áhyggjuefni mitt hvað Liverpool varðar er að fyrir mér eru þeir ekki að spila saman sem lið. Það er augljóslega komið upp krísuástand hjá félaginu, þeir eru ekki að spila saman sem lið og það ætti að vera helsta áhyggjuefni knattspyrnustjórans,“ sagði Roy Keane í útsendingu SkySports eftir leik Liverpool og Fulham.
🗣“They are not playing as a team, it is crisis time for Liverpool“
Roy Keane’s honest assessment of Liverpool’s title defence this season pic.twitter.com/6ppfxXkWTJ
— Football Daily (@footballdaily) March 7, 2021