Rangers varð í dag Skotlandsmeistari fyrsta skipti síðan árið 2011. Þetta varð ljóst eftir að Celtic gerði 0-0 jafntefli við Dundee United í dag. Ekkert lið á nú tölfræðilegan möguleika á því að ná Rangers sem situr á toppi deildarinnar.
Rangers vann í gær 3-0 sigur á St. Mirren og setti þar með pressu á erkifjendur sína í Celtic þar sem að þeir þyrftu að vinna sinn leik í dag, það tókst ekki.
Þetta er fyrsti deildarmeistaratitill Steven Gerrard sem knattspyrnustjóri en hann tók við Rangers árið 2018.
Celtic hafði orðið Skotlandsmeistari síðastliðin níu ár en nú er sigurgangan á enda.
🏆 We Are Rangers
🏆 We Are Champions#Champion55 pic.twitter.com/UjiBguexfe
— Rangers Football Club (@RangersFC) March 7, 2021