Manchester City tók á móti grönnum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli City, Etihad Stadium.
Manchester City hafði fyrir leikinn í dag unnið 21 leik í röð og freistaði þess að halda sigurgöngunni gangandi.
Strax á 2. mínútu leiksins fékk Manchester United vítaspyrnu. Bruno Fernandes tók spyrnuna og kom gestunum yfir.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 50. mínútu þegar að Luke Shaw tvöfaldaði forystu Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Marcusi Rashford.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því ótrúleg sigurganga Manchester City á enda. Liðið er samt sem áður í 1. sæti deildarinnar með 65 stig og 11 stiga forystu á Manchester United sem situr í 2. sæti með 54 stig.
Manchester City 0 – 2 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes (‘2,víti)
0-2 Luke Shaw (’50)