Selfoss og Vestri mættust á Selfossi í A-deild Lengjubikarsins í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Selfyssinga.
Eina mark leiksins kom á 35. mínútu úr vítaspyrnu. Það var Hrvoje Tokic sem tók spyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Brenton Muhammad sem stóð í marki Vestra.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Selfoss situr í 5. sæti riðils-3 með 3 stig eftir fjóra leiki. Vestri er í 6. og neðsta sæti riðilsins án stiga.
Næsti leikur Selfoss er gegn Stjörnunni 13. mars næstkomandi. Vestri mætir Gróttu sama dag.
Selfoss 1 – 0 Vestri
1-0 Hrvoje Tokic (’35, víti)