Ný heimildarmynd um líf Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United, kemur út á næstunni. Myndin ber nafnið Never Give In. Meðal annars er farið yfir þegar Ferguson hlaut heilablæðingu árið 2018.
Joshi George, læknir Ferguson á þessum tíma taldi að fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United ætti aðeins 20% lífslíkur eftir að hafa hlotið heilablæðinguna.
„Ég man að ég taldi 80% líkur á að hann myndi ekki lifa þetta af,“ segir læknir Ferguson í myndinni.
Þetta voru erfiðir tíma fyrir Sir Alex og fjölskyldu hans.
„Ég man að ég datt, eftir það man ég ekki neitt. Allt í einu stoppaði allt og ég var í einskismannslandi. Á þessum degi komu inn fimm tilfelli af heilablæðingu á spítalanum sem ég var lagður inn á. Þrír létu lífið og aðeins tveir höfðu það af, ég var einn þeirra. Ég veit að ég var heppinn,“ sagði Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.