Midtjylland tók á móti AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri AGF en leikið var á MCH Arena, heimavelli Midtjylland.
Jón Dagur Þorsteinsson, var í byrjunarliði AGF og spilaði 83 mínútur í leiknum. Mikael Neville Anderson, var á meðal varamanna Midtjylland og kom ekkert við sögu.
Eina mark leiksins kom á 9. mínútu. Það skoraði Patrick Mortensen eftir stoðsendingu frá Gift Links.
Sigurinn færir AGF upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 36 stig. Midtjylland situr í 2. sæti deildarinnar með 39 stig.
Midtjylland 0 – 1 AGF
0-1 Patrick Mortensen (‘9)