Atletico Madrid tók á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikið var á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico.
Luis Suárez kom Atletico Madrid yfir með marki á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Llorente.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 88. mínútu þegar að Karim Benzema jafnaði metin fyrir Real Madrid með marki eftir stoðsendingu frá Casemiro.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Atletico er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 59 stig, fimm stigum meira en Real Madrid sem situr í 3. sæti
Atletico Madrid 1 – 1 Real Madrid
1-0 Luis Suarez (’15)
1-1 Karim Benzema (’88)