Bröndby tók á móti FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Bröndby.
Hjörtur Hermannsson, var í byrjunarliði Bröndby og spilaði allan leikinn.
Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Á 71. mínútu kom Lasse Vigen Christensen Bröndby yfir,
Andreas Maxsö bætti síðan við öðru marki liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Tveimur mínútum síðar minnkaði Jens Stage, muninn fyrir FC Kaupmannahöfn en nær komust gestirnir ekki. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Bröndby.
Sigurinn kemur Bröndby upp í 1. sæti deildarinnar með 41 stig, tveimur stigum á undan Midtjylland sem á þó leik til góða.
FC Kaupmannahöfn situr í 3. sæti með 34 stig.
Bröndby 2 – 1 FC Kaupmannahöfn
1-0 Lasse Vigen Christensen (’71)
2-0 Andreas Maxsö (’90+1)
2-1 Jens Stage (’90+3)