Hansi Flick þjálfari FC Bayern hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að kaupa Erling Braut Haaland framherja Borussia Dortmund.
Áhuginn þarf ekki að koma á óvart enda Haaland gert ótrúlega hluti með Dortmund. Bestu leikmenn Dortmund fara oftar en ekki til Bayern.
Áhugi Bayern minnkaði ekki í gær þegar Haaland skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Bayern á Dortmund. Framherjinn frá Noregi hefur raðað inn mörkum hjá Dortmund í eitt ár.
„Það er alveg möguleiki á að Haaland komi til okkar, það er ekkert útilokað,“ sagði Flick eftir leikinn en talið er að Dortmund reyni að selja Haaland í sumar.
Dortmund getur fengið vel yfir 100 milljónir punda fyrir Haaland í sumar en sumarið 2022 fæst hann á rúmar 60 milljónir punda, slík klásúla er í samningi hans.
„Það er ekkert í höfn, hann er með samning til næstu ára við Dortmund og mörg stórlið hafa áhuga.“