Nágrannarnir og erkifjendurnir í Manchester City og Manchester United, mætast í dag í ensku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Etihad Stadium, heimavelli Manchester City og hefst leikurinn klukkan 16.30.
Manchester City er fyrir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 65 stig eftir 27 leiki, fjórtán stigum meira en Manchester United sem situr í 3. sæti með 51 stig.
Sigri Manchester City yrði það mikill byr í segl liðsins sem er líklegt til þess að hampa Englandsmeistaratitlinum.
The Guardian hefur stillt upp líklegum byrjunarliðum liðanna í dag.
Manchester United á erfitt verkefni fyrir höndum en Manchester City hefur unnið 21 leik í röð.