Vitesse tók á móti AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Vitesse en leikið var á heimavelli liðsins Gelre Dome.
Albert Guðmundsson, var í byrjunarliði AZ Alkmaar og spilaði 76 mínútur í leiknum.
Vitesse komst yfir í leiknum á 31. mínútu með marki frá Lois Openda sem skoraði eftir stoðsendingu frá Eli Dasa.
Jacob Rasmussen bætti síðan við öðru marki Vitesse á 72. mínútu áður en að Jesper Karlsson minnkaði muninn fyrir AZ með marki á 81. mínútu.
AZ Alkmaar er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 49 stig, Vitesse er í 4. sæti með 48 stig.