Burnley og Arsenal eigast við þessa stundina í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley en Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í hóp hjá Arsenal.
Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal en Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, ákvað að gefa Burnley eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Burnley var með góða pressu á Arsenal-menn sem voru með boltann í sínum eigin vítateig og skaut Xhaka boltanum í Chris Wood, framherja Burnley, og fór boltinn inn.
Myndband af markinu má sjá hér.