fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Leicester stal sigrinum gegn Brighton

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 21:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik Brighton og Leicester var að ljúka rétt í þessu. Brighton komust yfir á tíundu mínútu með marki frá Adam Lallana eftir frábæra stoðsendingu Neal Maupay. Brighton-menn voru mun betri í fyrri hálfleik og því var 1-0 forskot mjög sanngjarnt þegar gengið var til búningsherbergja.

Brighton-menn spiluðu frábæra vörn í leiknum og náði Leicester nánast ekkert að skapa en um leið og vörnin opnaðist í fyrsta sinn í leiknum á 62. mínútu, nýtti Kelechi Iheanacho það og jafnaði metin.

Eftir þetta fóru Brighton að gera fleiri og fleiri mistök og svo gerðist það á 88. mínútu að Robert Sanchez, markvörður Brighton, ætlaði að kýla boltann eftir hornspyrnu en hitti hann ekki. Boltinn barst þá á fjærstöngina þar sem Daniel Amartey var einn og óvaldaður og skoraði sigurmark Leicester. 2-1 sigur niðurstaðan.

Með sigrinum lyfta Leicester-menn sér yfir Manchester United í annað sætið með 53 stig. Manchester United eiga leik til góða en sá leikur verður spilaður á morgun gegn Manchester City. Brighton eru í 16. sæti með aðeins 26 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað

Miðasala á heimaleik Íslands á Spáni farin af stað
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag

Fullyrt að leikmaður Arsenal hafi nú þegar samið við annað félag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu

Svona væri staðan á Englandi ef VAR væri ekki – Arsenal væri í toppsætinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni
433Sport
Í gær

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Í gær

Fer frá United og aftur til Hollands

Fer frá United og aftur til Hollands