Marek Hamsik fyrrum leikmaður Napoli og fyrirliði Slóvakíu er að ganga í raðir IFK Gautaborgar. Frá þessu segja sænskir fjölmiðlar en málið vekur mikla athygli.
Hamsik er 33 ára gamall en hann hefur spilað með Dalian Professional í Kína síðustu ár. Verið er að draga saman seglin í fótboltanum í Kína og stjörnur deildarinnar eru frá að hverfa.
Hamsik átti frábær ár með Napoli og vekur athygli að leikmaður í þessum gæðaflokki semja við lið í Svíþjóð.
Hamsik er sóknarsinnaður miðjumaður og gæti reynst happafengur fyrir Kolbein Sigþórsson framherja Gautaborgar. Kolbeinn samdi við Gautaborg á dögunum.
Hamsik er þekktur fyrir að skarta alltaf vel snyrtum hanakambi en hann hefur spilað 126 landsleiki fyrir Slóvakíu.