Kristiansund BK í norsku úrvalsdeildinni hefur fengið samþykkt tilboð sitt í Brynjólf Darra Andersen leikmann Breiðabliks. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
Brynjólfur er sjálfur í viðræðum við félagið um kaup og kjör samkvæmt Kristján Óla Sigurðssyni sérfræðingi þáttarins.
Í þættinum kemur fram að Brynjólfur muni spila með Breiðabliki í kvöld þegar liðið mætir Fjölni í Lengjubikarnum.
Samkvæmt Kristjáni Óla hefur sænska félagið Hammarby einnig áhuga á því að fá þennan kröftuga sóknarmann í sínar raðir.
Brynjólfur er tvítugur sóknarmaður sem hefur skorað 10 mörk í 51 leik í Meistaraflokki.