Böðvar Böðvarsson atvinnumaður í knattspyrnu hefur rift samning sínum við Jagiellonia Białystok í Póllandi. Viðræður um starfslok hafa staðið yfir síðustu vikur.
Böðvar gekk í raðir pólska félagsins árið 2018 en óvíst er hvert næsta skref Böðvars er. Hann var á dögunum orðaður við Val og FH en Valur hefur keypt sér vinstri bakvörð. Valur fékk Johannes Vall á dögunum.
Böddi Löpp eins og kappinn er iðulega kallaður hefur alla tíð leikið með FH á Íslandi en möguleiki er á að hann verði áfram erlendis.
Böðvar hefur ekki spilað með Jagiellonia Białystok á þessu ári. „Ég er þakklátur fyrir árin þrjú hér og allt það góða fólk sem ég hef kynnst. Ég óska öllum hjá félaginu og borginni alls hins besta,“ skrifar Böðvar á Instagram.
Böðvar er 25 ára gamall en hann var einn besti bakvörður íslenska boltans áður en hann hélt út.
View this post on Instagram