Gylfi Þór Sigurðsson kom inn í liði Everton á 64. mínútu í leik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni sem nú stendur yfir.
Staðan var 0-0 þegar Gylfi kom inn og það tók hann aðeins 43 sekúndur að hafa áhrif á leik Everton til hins betra.
Það gerði hann með því að eiga stoðsendingu í fyrsta marki leiksins sem Richarlison skoraði á 65. mínútu.
Virkilega góð innkoma hjá Gylfa.
63:56: Gylfi Sigurdsson comes on
64:39: Gylfi Sigurdsson assists Everton’s opener
43 seconds is all he needed. ⏱ pic.twitter.com/Euqed3h1N4
— Squawka News (@SquawkaNews) March 4, 2021