David de Gea markvörður Manchester United er í sérflokki þegar kemur að launum hjá Manchester United, spænski markvörðurinn þénar 66 milljónir á viku.
Enska götublaðið The Sun tekur saman launatölur hjá Manchester United en mesta athygli vekur að Bruno Fernandes er í sjöunda sæti yfir launahæstu leikmenn félagsins.
Fernandes kom til United fyrir ári síðan og hefur slegið í gegn, hann á von á því að fá væna launahækkun þegar félagið ræðir nýjan samning við hann.
Anthony Martial er þriðji launahæsti leikmaður félagsins en franski framherjinn hefur átt vægast sagt slakt tímabil. Marcus Rashford þénar 200 þúsund pund á viku en Edinson Cavani og Paul Pogba þéna meira.
Listi yfir laun leikmanna United eru hér að neðan.