Glasgow Rangers er farið að óttast það verulega að Steven Gerrard, stjóri liðsins yfirgefi félagið innan tíðar. Frá þessu segja miðlar þar í landi.
Gerrard hefur unnið gott starf hjá Ragners og er liðið að vinna deildina þar í fyrsta sinn í mörg ár.
Gerrard er í sínu fyrsta starfi sem þjálfari og fer gott orð af honum, Rangers óttast að Liverpool hans gamla félag fari að sýna honum áhuga.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sagður byrjaður að hugsa sér til hreyfings, líkur eru taldar á að hann hætti sumarið 2022.
Klopp hefur unnið magnað starf á Anfield en þeir sem þekkja til telja að hugur hans leiti heim til Þýskalands.