Ríkjandi Evrópumeistarar Lyon tóku á móti danska liðinu Bröndby í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna en hún endaði með 2-0 sigri Lyon.
Sara Björk Gunnarsdóttir var á meðal varamanna Lyon en kom inn á 61. mínútu.
Nikita Parris kom Lyon yfir með marki á 30. mínútu eftir stoðsendingu frá Amel Majri.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 93. mínútu þegar að Melvine Malard tvöfaldaði forystu Lyon með marki eftir stoðsendingu frá Janice Cayman.
Lyon er því með tveggja marka forystu fyrir seinni viðureign liðanna sem fer fram í Danmörku þann 10. mars næstkomandi.
Lyon 2 – 0 Bröndby
1-0 Nikita Parris (’30)
2-0 Melvine Malard (’90+3)