Jóhann Berg Guðmundsson er heill heilsu á nýjan leik og gæti komið við sögu þegar Arsenal heimsækir Burnley um komandi helgi í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann hefur misst af síðustu þremur leikjum Burnley vegna meiðsla aftan í læri, meiðslin hlaut hann í 1-1 jafntefli gegn Fulham.
Kantmaðurinn hafði komist á flug fyrir meiðslin og skorað í tveimur deildarleikjum í röð.
„Robbie Bardy og JBG hafa æft vel síðustu dag, við tökum ákvörðun um þá fyrir leikinn,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley í dag.
Jóhann skrifaði undir nýjan samning við Burnley á dögunum sem gildir til ársins 2023.
PRESS | Sean Dyche gives a squad update. 💪
„We’ll have to keep an eye on Corky, he’s got a tight hamstring, but Robbie Brady and JBG trained well the last couple of days, but we’ll have to make a call on them.“
📺- https://t.co/R0gUwYlt3N#BURARS | #UTC pic.twitter.com/AgGFlZEH1s
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) March 4, 2021