Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Everton vann útisigur á West Brom og Tottenham hafði betur gegn Fulham í Lundúnaslag.
West Bromwich Albion tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Everton en leikið var á The Hawthorns, heimavelli West Brom.
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn í liði Everton á 64. mínútu og það tók hann aðeins 43 sekúndur að hafa áhrif á leikinn. Á 65. mínútu skoraði Richarlison eftir stoðsendingu frá Gylfa Þór, þetta reyndist eina mark leiksins.
Everton er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 46 stig. West Brom er í 19. sæti með 17 stig.
Á Craven Cottage tóku heimamenn í Fulham á móti Tottenham í Lundúnarslag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Tottenham.
Eina mark leiksins kom á 19. mínútu þegar að Tosin Adarabioyo, leikmaður Fulham, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Tottenham er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 42 stig. Fulham er í 18. sæti með 23 stig.
West Brom 0 – 1 Everton
0-1 Richarlison (’65)
Fulham 0 – 1 Tottenham
0-1 Tosin Adarabioyo, sjálfsmark (’19)