Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Skysports, telur að Manchester United þurfi framherja með yfirburðar lægni í því að klára færi, hann segir að það geti á endanum fært þeim Englandsmeistaratitilinn.
Carragher og Mark Hughes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, ræddu stöðu Manchester United á tímabilinu í útsendingu í kvöld. Manchester United gerði 0-0 jafntefli við Chelsea í gær.
„Þeim skortir bara gæði á seinasta þriðjungi vallarins, gæði til að klára færin sín,“ sagði Carragher um frammistöðu leikmanna Manchester United í leiknum.
Hann var þá spurður hvort það væri stóra vandamál liðsins.
„Fyrir mitt leyti já. Ég tel að Ole Gunnar Solskjær sé ekki varnarsinnaður knattspyrnustjóri en úrslit Manchester United undanfarið virðast gefa það til kynna. Ég tel að þetta snúist um gæði leikmannahópsins,“ sagði Carragher.
Hann telur að Manchester United vanti framherja sem getur klárað þessa stóru leiki fyrir þá og nefnir leikmann á borð við Harry Kane á nafn.
Manchester United situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar leiknar hafa verið 26 umferðir.