Real Madrid tók á móti Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikið var á Estadio Alfredo Di Stéfano, velli í eigu Real Madrid.
Portu kom Real Sociedad yfir með marki á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Nacho Monreal.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 89. mínútu þegar að Vinícius Júnior jafnaði metin fyrir Real Madrid með marki eftir stoðsendingu frá Lucas Vázquez.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Real Madrid er eftir leikinn í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 53 stig eftir 25 leiki. Real Sociedad er í 5. sæti með 43 stig.
Real Madrid 1 – 1 Real Sociedad
0-1 Portu (’55)
1-1 Vinícius Júnior (’89)