KA bauð í Damir Muminovic miðvörð Breiðabliks fyrir helgi. Frá þessu greindi Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr. Football hlaðvarpsins.
Í skýrslu Kristjáns kom fram að KA hafi lagt fram milljóna tilboð í miðvörðinn öfluga, því var hafnað af hálfu Breiðabliks.
Damir hefur síðustu ár verið einn öflugasti varnarmaður efstu deildar karla á Íslandi, þjálfari KA er Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Breiðabliks.
Damir hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2014 en hann lék áður með HK, Víkingi Ólafsvík og Leikni.
Damir er fæddur árið 1990 en hann hefur spilað tæpa 300 leiki í deild og bikar hér á landi.