Lögreglan í Barcelona réðst inn á Cam Nou heimavöll Barcelona í dag til að fara í aðgerðir á skrifstofu félagsins. Spænskir fjölmiðlar fjalla um málið.
Forráðamenn Barcelona hafa verið sakaðir um að ráðið samfélagsmiðlafyrirtæki fyrir til að gera lítið úr núverandi og fyrrum leikmönnum félagsins. Málið er kallað Barca-Gate.
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona er einn af þeim sem hefur verið handtekinn í þessum aðgerðum.
Samkvæmt miðlum á Spáni eru forráðamenn félagsins sakaðir um peningaþvætti og spillingu og skoðar lögreglan málið.
Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona á síðasta ári en félagið er illa statt fjárhagslega og óvíst er hvernig rekstrinum verður bjargað.
📽️ Els @mossos sortint de les oficines del @FCBarcelona en el marc de la investigació del #BarçaGate.
via @AdriaAlbets
▶️ Seguim informant al #QuèThiJugues! pic.twitter.com/OKerTf968n
— Què T'hi Jugues (@QueThiJugues) March 1, 2021