Enska knattspyrnusambandið mun í dag taka ákvörðun um það hvort Luke Shaw bakvörður félagsins verði ákærður fyrir ummæli sín um Stuart Atwell dómara í gær.
Chelsea fengu Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel var að stýra Chelsea í níunda skiptið og á hann enn eftir að tapa með liðið. Liðin gerðu 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum á leiktíðinni og voru það einnig úrslitin í gær.
Stærsta atvik leiksins var í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendina á Callum Hudson-Odoi innan vítateigs Chelsea. Dómarinn virtist ekki sjá atvikið og leikurinn hélt áfram en var að lokum stöðvaður fyrir VAR-skoðun. Atwell var sendur í skjáinn en ákvað að dæma ekki.
„Dómarinn sagði við Maguire og ég heyrði það „Ef þetta er vítaspyrna þá verða læti og mikið talað“. Ég veit ekki hvað gerðist, Maguire sagði að samkvæmt VAR hafi þetta verið víti,“ sagði Shaw eftir leik.
Ummælin gætu kostað Shaw sekt og leikbann en enska sambandið tekur ákvörðun um málið í dag.
🗣 „The ref said to H [Harry] If I say it’s a pen it’s going to cause a lot of talk about it after.“
Luke Shaw on the handball that wasn’t given as a penalty pic.twitter.com/NcAxMOhJHk
— Football Daily (@footballdaily) February 28, 2021