Fimm leikir eru á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 12 mætast Crystal Palace og Fulham, sem og Leicester og Arsenal. Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í hóp hjá Arsenal mönnum í dag.
Klukkan 14 fá Tottenham-menn Jóa Berg og Burnley-menn í heimsókn. Jói er búinn að vera að gera góða hluti með Burnely og hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni.
Stórleikur umferðarinnar er á Stamford Bridge en Chelsea fá Manchester United í heimsókn. Chelsea á enn eftir að tapa leik undir stjórn Thomas Tuchel en United hefur ekki tapað leik á útivelli síðan í febrúar á síðasta ári. Þeir hafa spilað 19 útileiki í röð án taps og því er von á hörkuleik.
Vængbrotnir Liverpool-menn heimsækja Sheffield United í lokaleik dagsins klukkan 19:15. Sheffield er á botni deildarinnar með 11 stig en Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum. Það er mikilvægt fyrir Jurgen Klopp að sigra þennan leik en sumir eru farnir að kalla eftir því að fá nýjan þjálfara.