Glenn Roeder, fyrrum þjálfari West Ham og Newcastle, er látinn, 65 ára að aldri.
Á leikferil Roeder spilaði hann m.a. hjá Newcastle og Watford og spilaði hann sjö leiki fyrir B-lið enska landsliðsins. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Gillingham sem spilandi þjálfari árið 1992 og færði sig síðan yfir til Watford þar sem hann þjálfaði í fjögur tímabil.
Hann tók við liði West Ham árið 2001 og var það frumraun hans sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni. Á tíma hans þar hófst heilaæxli að vaxa hjá honum og barðist hann við það allt til dánardags.