Manchester United þarf að rífa fram 1,75 milljónir punda ef félagið ákveður að framlengja samning sinn við Edinson Cavani.
Framherjinn frá Úrúgvæ kom til United síðasta haust á frjálsri sölu þegar samningur hans við PSG var á enda.
Cavani er 34 ára gamall en ákvæði er í samningi hans um að framlengja samning sinn við félagið til sumarsins 2020.
Cavani fær 310 milljónir í sinn vasa ef United nýtir sér ákvæðið en um það var samið þegar Cavani kom til félagsins.
United er sagt ætla að skoða hvernig Cavani kemur til baka eftir smávægileg meiðsli áður en félagið tekur ákvörðun um að framlengja samning hans.