fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Þór/KA og Stjarnan með sigra í Lengjubikarnum

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 18:18

Mynd: Stjarnan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tók á móti Tindastól í Lengjubikar kvenna í dag. Sauðkrækingar eru nýkomnar upp í Pepsi-deild kvenna eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni á síðasta tímabili þar sem þær töpuðu aðeins einum leik. Þær skoruðu fyrsta markið á 39. mínútu en þar var Jacqueline Altschuld á ferðinni. Staðan var 0-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik tók Stjarnan við sér og skoruðu þær þrjú mörk. Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu og kom Sædís Rún Heiðarsdóttir Stjörnukonum síðan yfir á 59. mínútu. Betsy Doon Hassett skoraði síðan síðasta mark leiksins á 75. mínútu og kláraði leikinn fyrir Stjörnuna. 3-1 sigur.

FH-ingar fengu Þór/KA í heimsókn og lauk þeim leik með 2-4 útisigri Akureyringa. Ekki er komið staðfest hverjar skoruðu mörkin í þeim leik.

Fyrr í dag höfðu Fylkir og Breiðablik gert 2-2 jafntefli. Þór/KA sitja á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki á en Blikar og Fylkir eru rétt á eftir með fjögur stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi