fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Stjarnan, KR og KA með sigra – Skoraði tvö mörk og eitt sjálfsmark

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA og HK mættust í Boganum á Akureyri fyrr í dag í þriðju umferð riðils eitt í Lengjubikarnum. HK-menn skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Bjarni Gunnarsson kom boltanum í netið. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin fyrir KA á 33. mínútu og 5 mínútum fyrir leikslok skoraði Ásgeir Sigurgeirsson til að koma KA-mönnum í forystu. Fleiri voru mörkin ekki og HK fóru stigalausir heim.

Í riðli tvö tóku Þórsarar á móti KR-ingum, einnig í Boganum. Þórsarar voru lítil fyrirstaða fyrir KR og unnu Vesturbæingar þægilegan 4-0 sigur. Þeir eru með sjö stig á toppi riðilsins eftir þrjá leiki.

Í riðli þrjú mættu Stjörnmenn í heimsókn á Seltjarnarnesið til Gróttumanna. Pétur Theódór skoraði tvö mörk fyrir Gróttu en Hilmar Árni og Tristan Freyr skoruðu sitthvort markið fyrir Stjörnuna. Það var síðan Pétur Theódór sem skoraði sigurmark Stjörnumanna þegar hann kom boltanum í sitt eigið net, tíu mínútum fyrir leikslok. Því fóru leikar 3-2 fyrir Stjörnumenn sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi