Dele Alli leikmaður Tottenham og enska landsliðsins er maður einsamall í dag eftir að Ruby Mae pakkaði í töskur og sagði honum upp.
Alli og Mae sem bæðu eru 24 ára gömul hafa verið saman síðustu ár, Mae er afar vinsæl fyrirsæta í Bretlandi á meðan Alli þénar vel sem knattspyrnumaður.
Ástæðan fyrir sambandsslitum þeirra er hins vegar hreint út sagt ótrúleg, Ruby Mae gekk á dyr eftir að hafa fengið sig fullsadda af því hversu miklum tíma Dele eyðir í tölvuleikjum.
Ensk blöð segja frá því að Dele sé svo gott sem háður leiknum Fortnite, hann eyðir öllum stundum í leiknum og gaf Ruby Mae litla athygli.
„Sambandið hefur verið stormasamt, þetta eru endalokin. Ruby er sár en er að hugsa um sinn hag, hún fékk nóg og pakkaði í töskur,“ sagði heimildarmaður enskra blaða.
Ruby Mae flutti út á dögunum og hefur parið hætt að fylgja hvor öðru á Instagram.