fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Newcastle og Wolves skildu jöfn

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfarnir heimsóttu Newcastle-menn á St. James’ Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þegar blásið var til hálfleiks var staðan enn 0-0. Lítið að frétta í þessum fyrri hálfleik.

Newcastle-menn voru ekki lengi að byrja seinni hálfleikinn og skoruðu strax á 52. mínútu. Þá skallaði Jamal Lascelles fyrirgjöf varamannsins Ryan Fraser í netið. Úlfarnir jöfnuðu svo metin á 73. mínútu þegar Ruben Neves stangaði fyrirgjöf Pedro Neto framhjá Dubravka í marki Newcastle. Dubravka var með hendi á boltanum en var ekki nógu sterkur til að koma boltanum í burtu.

Mikið jafnræði var á milli liða og skiptust þau á að sækja en að lokum náði hvorugt lið að skora sigurmarkið og endaði leikurinn því 1-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi