Michael Owen fyrrum framherji Manchester United og Liverpool gerir grín að sjálfum sér með því að birta ansi klaufalegt myndband af sér.
Owen hafði farið í góðan hjólatúr en þegar hann kom heim hafði hann eitthvað gleymt hvað ætti að gera.
„Fyrsti hjólatúr ársins og ég gleymdi reglunni, ef þú ert í vafa að taka skóna úr,“ sagði Owen.
Skórnir sem Owen notar eru fastir við hjólið en hann gleymdi að losa þá frá þegar hann stoppaði. Því fór sem fór eins og sjá má hér að neðan.
First ride of the year and I forgot the golden rule – if in doubt, clip out!😂🙈 pic.twitter.com/CHZm01XZ5N
— michael owen (@themichaelowen) February 26, 2021