Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur látið Tomas Tuchel stjóra félagsins vita af því að hann borgi það sem þarf til að fá Erling Haaland frá Dortmund í sumar. Ensk blöð segja frá.
Norski framherjinn hefur skorað 43 mörk í 43 leikjum fyrir Dortmund, 13 mánuðir er síðan þýska félagið keypti hann frá Red Bull Salzburg.
Haaland sem er tvítugur mun kosta 65 milljónir punda sumarið 2022, slík klásúla er í samningi hans.
Fjöldi félaga mun hins vegar hafa áhuga á að kaupa hann í sumar og er Borussia Dortmund tilbúið að nýta sér hann, þannig segja erlendi miðlar að Dortmund hafi sett 150 milljóna punda verðmiða á Haaland í sumar.
Dortmund ætlar að reyna að nýta sér þennan mikla áhuga og fá hæsta verðið fyrir framherjann, annars er ljóst að hann fer á miklu minni upphæð eftir rúmt ár.
Chelsea er sagt tilbúið að borga um 100 milljónir punda fyrir Haaland en sagt er að Abramovich sé klár með 200 milljónir punda í eyðslu fyrir sumarið.