fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Óvænt skref Tryggva á Blönduós vekur athygli – „Þetta er sprengjusvæði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kormákur/Hvöt hefur ráðið Tryggva Guðmundsson markahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi til starfa . Hann skrifaði undir samning sinn í vikunni. Tryggva þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann átti afar farsælan feril hér á landi með ÍBV, KR og FH. Hann náði góðum árangri erlendis og spilaði fjölda landsleikja.

Tryggvi hefur ágætis reynslu af þjálfun en hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV og stýrði svo Vængjum Júpíters í 3 deild karla.

„Líklega besti leikmaður efstu deildar, einstakur leikmaður,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar málið var rætt í Dr. Football hlaðvarpsþættinum í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson segir að Tryggvi hafi ýmislegt hafa fram að færa í þjálfun. „Mér fannst hann virka fínn þjálfari hjá Vængjum Júpíters, það var ástríða í honum. Hann var næstum því farinn upp.“

Kristján Óli Sigurðsson var í þættinum en hann var áður þjálfari Hvatar sem nú er í samstarfi við Kormák.

„Ég þekki það ekki nógu vel hvernig þjálfari hann er, þetta er jarðsprengjusvæði. Þetta er 4 deild, fimmta efsta deild. Ég var þarna þá vorum við í annari deild, þá náðist besti árangri félagsins frá uppafi. Ég kom liðinu í form, ef stjórinn er í formi þá geta hinir ekki verið í neinu bulli. Þetta voru bara aurarnir,“ sagði Kristján sem var rekinn frá Hvöt sumarið 2008.

„Vonandi stendur hann sig vel,“ sagði Kristján um innkomu Tryggva á Blönduós, hans heimabæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Í gær

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin