Hæpið er að Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley geti reimað á sig takkaskóna þegar Burnley heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Landsliðsmaðurinn knái meiddist gegn Fulham í miðri síðustu viku þegar Burnley gerði jafntefli við Fulham. Hann missti af leik liðsins gegn West Brom um síðustu helgi.
Jóhann meiddist aftan í læri í leiknum en meiðslin eru þó ekki talin alvarleg.
„Jóhann er líklega ekki klár í slaginn, það kæmi mér verulega á óvart ef hann gæti spilað á sunnudag,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley um helgina.
Jóhann var á góðu skriði þegar meiðslin komu upp og hafði í fyrsta sinn um langt skeið verði heill heilsu í fleiri vikur.