Gylfi Þór Sigurðsson vaknaði þreyttur á pirraður á laugardagsmorgun en lét það ekki hafa nein áhrif á sig. Nágrannaslagurinn milli Liverpool og Everton fór fram á Anfield um helgina. Um var að ræða fyrstu viðureign liðanna síðan Jordan Pickford, markmaður Everton, tæklaði Virgil van Dijk, lykilmann Liverpool, með þeim afleiðingum að hann meiddist en hann er ennþá meiddur. Sá leikur endaði með jafntefli sem var ansi svekkjandi fyrir Liverpool-menn.
Liverpool var hins vegar í vandræðum um helgina og vann Everton að lokum 0-2 sigur þar sem Gylfi Sigurðsson skoraði seinna markið.
Nóttin fyrir leik var hins vegar ekki góð fyrir leikmenn Everton sem dvöldu á hóteli í miðborg Liverpool, þeir voru vaktir upp um miðja nótt. Fréttir um málið komu á mánudag en margir töldu að enska pressan væru að búa til frétt.
„Nóttin byrjaði ekki vel, eldvarnakerfið var í gangi í 40 mínútur um klukkan 01:00. Það gerðist alveg, menn vissu ekkert hvað væri í gangi,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Tómas Þór Þórðarson um málið og Morgunblaðið fjallar um.
Leikmenn Everton voru þreyttir og pirraðir að morgni leikdags en létu það ekki á sig fá. „Menn vöknuðu þreyttir og pirraðir, þetta endaði mjög vel.“