Diogo Dalot bakvörður í eigu Manchester United getur mætt félaginu í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dalot er á láni hjá AC Milan.
Dalot var lánaður til Milan síðasta haust og verður á láni fram á sumar. Oftar en ekki geta lánsleikmenn ekki spilað gegn félagi sínu.
Dalot getur hins vegar mætt United en bakvörðurinn frá Portúgal var ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.
Það má búast við fjörugri viðureign þegar United og Milan mætast en þar kemur Zlatan Ibrahimovic og mætir sínu gamla félagi.
Diogo Dalot is eligible to play for AC Milan against #MUFC in the Europa League, the club have confirmed
— Simon Peach (@SimonPeach) February 26, 2021