Aron Jóhannsson framherjinn knái frá Íslandi byrjar heldur betur vel hjá nýja félagi sínu, Lech Poznan í Póllandi.
Framherjinn sem leikur fyrir landslið Bandaríkjanna skoraði í sinum fyrsta leik fyrir Poznan fyrir tæpri viku, þar tryggði hann liðinu stigin þrjú.
Aron reimaði aftur á sig markaskóna í kvöld þegar baráttan um Poznan fór fram, Lech heimsótti þá granna sína í Warta Poznan.
Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en það var hinn magnaði Aron sem jafnaði leikinn á 80 mínútu. Sigurmark Arons og félaga kom svo á 95 mínútu leiksins.
Lech Poznan hefur verið í tómu brasi á tímabilinu en þetta sögurfræga félag situr í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.