Knattspyrnudeild Vals og Almarr Ormarsson hafa komist að samkomulagi um að Almarr leiki með félaginu næstu 2 árin.
Þessi öflugi og reynslumikli leikmaður hefur leikið yfir 300 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim yfir 60 mörk. Hann á einnig að baki fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands.
„Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, við bjóðum Almarr velkominn á Hlíðarenda,“ segir á vef Vals.
Almarr lék síðast með KA en áður gerði hann vel með bæði Fram og KR.