Juan Mata hinn geðþekki leikmaður Manchester United er á förum frá félaginu í sumar, ef marka má fréttir í Bretlandi.
Samningur Mata við Manchester United rennur út í sumar en möguleiki er fyrir félagið að framlengja hann um eitt ár.
Ensk blöð segja að félaigð ætli sér ekki að nýta sér klásúlu um að framlengja samning Mata.
Mata er 32 ára gamall en hann var keyptur til United í janúar árið 2014 af David Moyes. Hann hefur síðan leikið undir stjórn Louis van Gaal, Jose Mourinho og nú Ole Gunnar Solskjær.
Mata hefur verið í algjöru aukahlutverki á þessu tímabili og fengið fá tækifæri, Mata þénar um 150 þúsund pund á viku hjá United í dag.
Mata er vel liðinn á meðal samherja sinna en þessi snjalli spilari frá Spáni lék áður með Chelsea. Í fréttum kemur fram að Juventus, Inter og Roma hafa öll áhuga á Mata í sumar.