Það skal ekki koma neinum á óvart að Kylian Mbappe leikmaður PSG er verðmætasti knattspyrnumaður í heimi. KPMG metur Mbappe á 159 milljónir punda.
Ekki er útilokað að Mbappe fari frá PSG í sumar en þá á hann aðeins ár eftir af samningi sínum, Mbappe ræðir við PSG um nýjan samning en veit einnig af áhuga Liverpool og Real Madrid.
Harry Kane og Raheem Sterling eru í sætunum á eftir Mbappe samkvæmt skýrslu KPMG. Eru þeir metnir á 108 milljónir punda sem er ögn meira en Jadon Sancho kantmaður Dortmund.
Laun leikmannsins í dag, aldur og frammistaða spila stærsta hlutverkið í verðmatinu. Liverpool á svo þrjá fulltrúa á listanum en Manchester United og City aðeins einn.
Verðmatið má sjá hér að neðan.