Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðmaður Íslands er genginn til liðs við Kórdrengi sem leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Heiðar verður hluti af þjálfarateymi liðsins.
„Kórdrengir bjóða Heiðar Helguson velkominn í þjálfarateymið. Heiðar þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hann spilaði 15 ár sem atvinnumaður og á að baki 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Mun sú reynsla án vafa reynast Kórdrengjum vel,“ stendur í yfirlýsingu sem Kórdrengir birtu á Facebook.
Heiðar kemur með mikla reynslu í lið Kórdrengja, hann á að baki 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði 28 mörk og gaf 9 stoðsendingar. Hann mun án efa geta miðlað sinni reynslu til núverandi leikmanna liðsins.
Kórdrengir bjóða Heiðar Helguson velkominn í þjálfarateymið. Heiðar þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hann…
Posted by Kórdrengir on Thursday, February 25, 2021