Kormákur/Hvöt hefur ráðið Tryggva Guðmundsson markahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi til starfa . Hann skrifaði undir samning sinn í kvöld.
Tryggva þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann átti afar farsælan feril hér á landi með ÍBV, KR og FH. Hann náði góðum árangri erlendis og spilaði fjölda landsleikja.
Tryggvi hefur ágætis reynslu af þjálfun en hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV og stýrði svo Vængjum Júpíters í 3 deild karla.
Kormákur/Hvöt leikur í 4 deild karla og segir í tilkynningu félagsins að það stefni upp, ráðningin á Tryggva sé hluti af því.
Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að Tryggvi muni í sumar flytja á Blönduós og búa þar.