„Eitt skref í einu,“ skrifar Twitter síða Liverpool og birtir myndir af Virgil van Dijk á æfingasævði félagisns, hollenski varnarmaðurinn sleit krossband í október.
Van Dijk hefur síðan þá verið í endurhæfingu og hefur að mestu eytt tíma sínum í sólinni í Dubai.
Van Dijk er hins vegar mættur aftur til Bítlaborgarinnar og er byrjaður að æfa með bolta á grasi. Þetta eru tíðindi sem gleður stuðningsmenn Liverpool.
Botninn hefur hrunið úr liði Liverpool í fjarveru Van Dijk og er liðið nú að berjast fyrir því að ná Meistaradeildarsæti.
Ekki er öruggt að Van Dijk verði leikfær með Liverpool á þessu tímabili en tíðindin gleðja stuðningsmenn félagsins þegar illa gengur nú í ensku úrvalsdeildinni.
One step at a time, @VirgilvDijk 👊 pic.twitter.com/K3tPBaF5TD
— Liverpool FC (@LFC) February 24, 2021