fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Solskjær í góðu sambandi við Haaland – „Við sjáum hvað gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United segist halda sambandi sínu við Erling Braut Haaland framherja Borussia Dortmund.

Dortmund hafði betur gegn United og fleiri liðum fyrir rúmu ári síðan þegar Haaland yfirgaf Red Bull Salzburg. Margir töldu að gott samband Solskjær og Haaland yrði til þess að framherjinn myndi velja Manchester United.

Haaland sem er tvítugur lék undir stjórn Solskjær hjá Molde og hafa þeir haldið sambandi síðan. „Þegar þú ert með krakka og leikmenn sem þjálfari, þá fylgist þú alltaf með þeim út ferilinn,“ sagði Solskjær.

Líkur eru á að Haaland fari frá Dortmund í sumar og það er talið næsta víst að hann fari ef Dortmund mistekst að komast inn í Meistaradeildina.

„Ég held sambandi við Erling, það er frábært að sjá hversu öflugur leikmaður hann hefur orðið,“ sagði Solskjær.

Manchester United, Manchester City, Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Barcelona og fleiri lið munu vafalítið reyna að kaupa Haaland, verði hann til sölu í sumar.

„Hann er leikmaður Dortmund og ég óska honum góðs gengis, við sjáum hvað gerist í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Í gær

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin