Kylian Mbappé, leikmaður Paris-Saint Germain, er verðmætasti leikmaður heims samkvæmt útreikningum KPMG Football Benchmark.
Mbappé er metinn á um 159 milljónir punda, það eru rúmir 28,6 milljarðar íslenskra króna.
Næst verðmætasti leikmaður heims er Harry Kane, framherji Tottenham en hann er metinn á um það bil 108 milljónir punda.
Útreikningar KPMG á verðmæti leikmann miðast við nokkra þætti. Meðal þeirra þátta sem litið er til er staða leikmannsins á knattspyrnuvellinum, aldur og þjóðerni, samingur leikmannsins, frammistaða hans á knattspyrnuvellinum og frammistaða liðsins sem hann spilar með.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tíu verðmætustu knattspyrnumenn heims samkvæmt útreikningum KPMG.