Tottenham ætlar sér að kaupa Nick Pope markvörð Burnley í sumar ef Hugo Lloris fer frá félaginu. Taldar eru ágætis líkur á að Lloris sé á förum.
Lloris mun eiga ár eftir af samningi sínum við Tottenham í sumar en hann hefur verið mistækur á þessu tímabili.
PSG hefur áhuga á að fá Lloris í sumar en franski markvörðurinn hefði áhuga á því að halda heim á leið. Þar myndi hann vinna aftur með Mauricio Pochettino sem þjálfaði hann hjá Tottenham.
Pope er 28 ára gamall en hann gekk í raðir Burnley árið 2016 og hefur hann orðið einn besti markvörður deildarinnar.
Pope á fast sæti í landsliðshópi Englands en samningur Pope við Burnley er til ársins 2023. Talið er að Burnley vilji 30 milljónir punda fyrir Pope í sumar.